Impregilo

Impregilo er ítalskt bygginga- og verkfræðifyrirtæki með höfuðstöðvar í Sesto San Giovanni hjá Mílanó. Fyrirtækið var stofnað árið 1959 með sameiningu fyrirtækjanna Cogefar-Impresit S.p.A., Girola S.p.A. og Lodigiani S.p.A.. Það hefur vaxið með sameiningum við önnur fyrirtæki og er nú stærsta verktakafyrirtækið í sinni grein á Ítalíu. Það hefur fengist við fjölda stórra verkefna um allan heim. Dæmi um stór verkefni sem fyrirtækið hefur komið að eru Karíbastíflan í Simbabve (Impresit) 1959, Dez-stíflan í Íran 1963, Lesótóvatnaflutningaverkefnið 1998 og Nathpa Jhakri-vatnsafnsvirkjanaverkefnið á Indlandi 2003. Impregilo er aðalverktaki við byggingu Kárahnjúkavirkjunar sem lauk árið 2009.

  Þessi fyrirtækjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne