Innri London

Kort af innri London.

Innri London (enska Inner London) er heiti sem lýsir þeim borgarhlutum í London sem mynda innri hluta Stór-Lundúnasvæðisins. Þessir borgarhlutar eru umkringdir af Ytri London. Svæðið var fyrst skilgreint opinberlega árið 1965 við myndun borgarhlutakerfisins. Skilgreining svæðisins hefur breyst með tímanum. Varast ber að rugla Innri London við Mið-London sem merkir annað.


From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne