Interscope Records | |
---|---|
Móðurfélag | Universal Music Group |
Stofnað | 1990 |
Stofnandi |
|
Stefnur | Mismunandi |
Land | Bandaríkin |
Höfuðstöðvar | Santa Monica, Kalifornía |
Vefsíða | interscope |
Interscope Records er bandarísk tónlistarútgáfa í eigu Universal Music Group. Hún var stofnuð árið 1990 af Jimmy Iovine og Ted Field sem sameiginlegt fyrirtæki með Atlantic Records hjá Warner Music Group.[1] Árið 1992 eignaðist Interscope eignarréttinn að dreifingu og umsjón hipphopp (e. hardcore hip hop) útgefandans Death Row Records sem sá um listamenn á borð við Dr. Dre og Snoop Dogg. Með því fylgdu ýmsar deilur um miðjan 10. áratuginn vegna grófleika laganna sem félagið var að gefa út. Þar af leiðandi sleit Time Warner, eigandi Atlantic, öll tengsl við Interscope með því að selja sinn 50% hlut í fyrirtækinu fyrir 115 milljón dollara árið 1995. Ári seinna var sá hlutur keyptur fyrir 200 milljón dollara af MCA Inc.,[2][3] sem er nú þekkt sem Universal Music Group.
Fyrirtækið á höfuðstöðvar í Santa Monica, Kaliforníu. Nokkrir listamenn og hljómsveitir sem hafa starfað hjá Interscope eru m.a. Lady Gaga, Eminem, OneRepublic, Blackpink, Dr. Dre, DaBaby, Billie Eilish, Imagine Dragons, Olivia Rodrigo, Selena Gomez, Playboi Carti, Kendrick Lamar, Lana Del Rey, Maroon 5, Gwen Stefani, Machine Gun Kelly, U2, ásamt öðrum.