Jeremy Corbyn

Jeremy Corbyn

Jeremy Bernard Corbyn (f. 26. maí 1949) er breskur stjórnmálamaður og fyrrum leiðtogi Breska verkamannaflokksins. Hann var kosinn árið 2015 með tæp 60% atkvæða.[1] Corbyn lýsir sér sem lýðræðislegum sósíalista. Corbyn lét af embætti eftir að flokkurinn galt afhroð í þingkosningum árið 2019 og Sir Keir Starmer var kjörinn til að taka við embætti hans í apríl 2020.[2]

Corbyn var vikið tímabundið úr Verkamannaflokknum haustið 2020 þegar hann var talinn gerast brotlegur vegna ummæli um Gyðinga. [3] Hann fékk inngöngu í flokkinn á ný um þremur vikum síðar.[4]

Corbyn komst ekki á kosningalista Verkamannaflokksins í þingkosningum ársins 2024. Hann bauð sig því fram óháð stjórnmálaflokkum og náði endurkjöri í kjördæmi sínu.[5]

  1. Corbyn nýr leiðtogi Verkamannaflokksins Rúv. Skoðað 25. september, 2016.
  2. Ólöf Ragnarsdóttir (4. apríl 2020). „Keir Starmer nýr leiðtogi Verkamannaflokksins“. RÚV. Sótt 4. apríl 2020.
  3. Corbyn vikið úr VerkamannaflokknumVísir, 29. október 2020
  4. „Corbyn fær inngöngu í Verkamannaflokkinn á ný“. Kjarninn. 17. nóvember 2020. Sótt 18. nóvember 2020.
  5. Þorgils Jónsson; Hugrún Hannesdóttir Diego; Grétar Þór Sigurðsson (4. júlí 2024). „Starmer verður forsætisráðherra eftir stórsigur Verkamannaflokksins“. RÚV. Sótt 5. júlí 2024.

From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne