Jeremy Bernard Corbyn (f. 26. maí 1949) er breskur stjórnmálamaður og fyrrum leiðtogi Breska verkamannaflokksins. Hann var kosinn árið 2015 með tæp 60% atkvæða.[1] Corbyn lýsir sér sem lýðræðislegum sósíalista. Corbyn lét af embætti eftir að flokkurinn galt afhroð í þingkosningum árið 2019 og Sir Keir Starmer var kjörinn til að taka við embætti hans í apríl 2020.[2]
Corbyn var vikið tímabundið úr Verkamannaflokknum haustið 2020 þegar hann var talinn gerast brotlegur vegna ummæli um Gyðinga. [3] Hann fékk inngöngu í flokkinn á ný um þremur vikum síðar.[4]
Corbyn komst ekki á kosningalista Verkamannaflokksins í þingkosningum ársins 2024. Hann bauð sig því fram óháð stjórnmálaflokkum og náði endurkjöri í kjördæmi sínu.[5]