Jethro Tull er bresk rokk-hljómsveit sem var stofnuð í bænum Blackpool á Englandi árið 1967. Tónlist Tull einkennist af hrjúfri röddu og áberandi þverflautu Ians Anderson. Tónlist bandsins hefur verið undir áhrifum úr blús, framsæknu rokki og þjóðlegum áhrifum. Gítarleikarinn Martin Barre var meðlimur sveitarinnar síðan 1969 en ýmsir meðlimir hafa sinnt öðrum stöðum í bandinu. Ian Anderson hefur verið aðalkjölfestan í bandinu og samið velflest af efninu.