Hún er með bakkalárgráðu[3] og doktorsgráðu frá háskólanum í Delaware[4]. Þá lauk hún prófi í kennsluréttindum frá West Chester háskóla[5] og lauk meistaraprófi í ensku frá Villanova háskóla[6]. Hún kenndi ensku og ritlist við Tækniskólann í Delaware á árunum 1993 - 2008[7]. Hún starfaði auk þess við kennslu inni á geðheilbrigðisstofnunum fyrir ungt fólk með geðrænan vanda[8].
Árið 2009 tók hún við stöðu prófessors í ensku við framhaldsskólann í Virginíu[9] og er talin vera fyrsta varaforsetafrúin sem gegnir launuðu starfi á meðan maki hennar situr í embætti[10]. Hún hefur beitt sér fyrir góðgerðarmálefnum af ýmsu tagi; er stofnandi Biden Breast Health - samtakanna sem starfa í þágu baráttunnar gegn brjóstakrabbameini[11]. Hún er meðstofnandi Book Buddies - verkefnisins í þágu læsis meðal fátækra barna í Bandaríkjunum[12]; meðstofnandi Biden-samtakanna, virk í starfi Delaware Boots on the Ground - samtakanna sem styðja við fjölskyldur bandarískra hermanna[13] og er einnig meðstofnandi Joining forces, samtaka sem einnig starfa í þeim tilgangi, ásamt fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna Michelle Obama.[14]
Jill Biden hélt áfram kennarastörfum í forsetatíð eiginmanns síns. Hún er þar með fyrsta forsetafrú Bandaríkjanna sem starfar utan Hvíta hússins.[15]
↑Hale, Charlotte (March 19, 2007). "Determined to stay in school". The News Journal. Archived from the original(fee required) on September 1, 2008. Retrieved August 29,2008.
↑„Communications from the President of the Security Council or the Secretary-General during the period from 1 August 2013 to 31 July 2014“, Report of the Security Council, UN, bls. 278–288, 31. desember 2014, doi:10.18356/1c22a8a7-en, ISBN978-92-1-057311-5
↑„Communications from the President of the Security Council or the Secretary-General during the period from 1 August 2013 to 31 July 2014“, Report of the Security Council, UN, bls. 278–288, 31. desember 2014, doi:10.18356/1c22a8a7-en, ISBN978-92-1-057311-5
↑2012 Dallas, Texas, July 29 - August 1, 2012. St. Joseph, MI: American Society of Agricultural and Biological Engineers. 2012. doi:10.13031/dall2012.2013.
↑Kateb, Babak (1. október 2008). „5th Annual World Congress of IBMISPS on Brain Mapping & Image Guided Therapy held at The University of California, Los Angeles on 26-29 August 2008“. Fort Belvoir, VA. doi:10.21236/ada497597.
↑ABC News/Washington Post Monthly Poll, April 2010. 21. september 2011. doi:10.3886/icpsr30204.