Jody Williams | |
---|---|
![]() Jody Williams árið 2010. | |
Fædd | 9. október 1950 |
Þjóðerni | Bandarísk |
Menntun | Háskólinn í Vermont SIT Graduate Institute Johns Hopkins-háskóli |
Verðlaun | ![]() |
Jody Williams (f. 9. október 1950) er bandarískur aðgerðasinni sem er þekkt fyrir störf sín í herferðum fyrir alþjóðlegu banni á jarðsprengjum. Hún hefur einnig talað fyrir mannréttindum og reynt að auka almenningsvitund á nútímaöryggismálum. Ásamt hreyfingunni Alþjóðlegri herferð fyrir jarðsprengjubanni (ICBL) var Williams sæmd friðarverðlaunum Nóbels árið 1997.