Johannes Bureus – eða Johan Bure, fullu nafni Johannes Thomae Agrivillensis Bureus – (15. mars eða 25. mars 1568 – 22. október 1652), var sænskur fornfræðingur, málfræðingur, dulspekingur, skáld og vísindamaður. Hann var fyrsti þjóðminjavörður og landsbókavörður Svía, og fyrsti rúnafræðingur þeirra. Hann er stundum kallaður faðir sænskra málvísinda.