John Kerry | |
---|---|
![]() John Kerry árið 2021. | |
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna | |
Í embætti 1. febrúar 2013 – 20. janúar 2017 | |
Forseti | Barack Obama |
Forveri | Hillary Clinton |
Eftirmaður | Rex Tillerson |
Öldungadeildarþingmaður fyrir Massachusetts | |
Í embætti 2. janúar 1985 – 1. febrúar 2013 | |
Forveri | Paul Tsongas |
Eftirmaður | Mo Cowan |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 11. desember 1943 Aurora, Colorado, Bandaríkjunum |
Maki | Julia Thorne (g. 1970; skilin 1988) Teresa Heinz (g. 1995) |
Börn | Alexandra og Vanessa |
Háskóli | Yale-háskóli Boston-háskóli |
Starf | Stjórnmálamaður |
Undirskrift | ![]() |
John Forbes Kerry (f. 11. desember 1943) er bandarískur stjórnmálamaður og fyrrum öldungadeildarþingmaður á bandaríska þinginu fyrir demókrata. Hann er fyrrum formaður þingnefndar öldungardeildaþingsins um utanríkismál (e. Foreign Relations Committee).[1] Hann var í framboði til forseta fyrir demókrataflokkinn í kosningunum árið 2004 en tapaði þar fyrir George W. Bush. Kerry barðist í Víetnam en eftir að hann kom heim frá Víetnam var hann talsmaður fyrrverandi hermanna gegn stríðinu. Áður en Kerry settist á þing starfaði hann sem aðstoðarsaksóknari og vararíkisstjóri í Massachusetts,[2] heimabæ sínum. Kerry var utanríkisráðherra á seinna kjörtímabili Baracks Obama Bandaríkjaforseta, frá 2013 til 2017. Hann er nú sérstakur loftslagsráðgjafi í ríkisstjórn Joe Biden Bandaríkjaforseta.[3]