John Stuart Mill | |
---|---|
![]() John Stuart Mill (1806-1873) | |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 20. maí 1806 (Pentonville í London á Englandi) |
Svæði | Vestræn heimspeki |
Tímabil | Heimspeki 19. aldar |
Skóli/hefð | Raunhyggja, nytjastefna |
Helstu ritverk | Frelsið, Nytjastefnan, Kúgun kvenna, Rökkerfi |
Helstu kenningar | Frelsið, Nytjastefnan, Kúgun kvenna, Rökkerfi |
Helstu viðfangsefni | siðfræði, stjórnspeki, þekkingarfræði, vísindaheimspeki, hagfræði |
John Stuart Mill (20. maí 1806 – 8. maí 1873) var frjálslyndur breskur heimspekingur, þingmaður á breska þinginu og einn frægasti málsvari nytjastefnu og raunhyggju. Hann hefur verið nefndur áhrifamesti enskumælandi heimspekingur 19. aldarinnar.[1] Hann ritaði Frelsið 1859 og Kúgun kvenna 1869. Hann sat á þingi frá 1865 til 1868. Hann var mun frægari talsmaður nytjastefnu en guðfaðir hans Jeremy Bentham. Skrif Mills um kúgun kvenna eru talin marka tímamót í þróun femínisma.