John Stuart Mill

John Stuart Mill
John Stuart Mill (1806-1873)
Persónulegar upplýsingar
Fæddur20. maí 1806 (Pentonville í London á Englandi)
SvæðiVestræn heimspeki
TímabilHeimspeki 19. aldar
Skóli/hefðRaunhyggja, nytjastefna
Helstu ritverkFrelsið, Nytjastefnan, Kúgun kvenna, Rökkerfi
Helstu kenningarFrelsið, Nytjastefnan, Kúgun kvenna, Rökkerfi
Helstu viðfangsefnisiðfræði, stjórnspeki, þekkingarfræði, vísindaheimspeki, hagfræði

John Stuart Mill (20. maí 18068. maí 1873) var frjálslyndur breskur heimspekingur, þingmaður á breska þinginu og einn frægasti málsvari nytjastefnu og raunhyggju. Hann hefur verið nefndur áhrifamesti enskumælandi heimspekingur 19. aldarinnar.[1] Hann ritaði Frelsið 1859 og Kúgun kvenna 1869. Hann sat á þingi frá 1865 til 1868. Hann var mun frægari talsmaður nytjastefnu en guðfaðir hans Jeremy Bentham. Skrif Mills um kúgun kvenna eru talin marka tímamót í þróun femínisma.

  1. Stanford Encyclopedia of Philosophy: „John Stuart Mill

From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne