Kamala Harris

Kamala Harris
Varaforseti Bandaríkjanna
Núverandi
Tók við embætti
20. janúar 2021
ForsetiJoe Biden
ForveriMike Pence
EftirmaðurJD Vance
Öldungadeildarþingmaður fyrir Kaliforníu
Í embætti
3. janúar 2017 – 18. janúar 2021
ForveriBarbara Boxer
EftirmaðurAlex Padilla
Persónulegar upplýsingar
Fædd20. október 1964 (1964-10-20) (60 ára)
Oakland, Kaliforníu, Bandaríkjunum
StjórnmálaflokkurDemókrataflokkurinn
MakiDouglas Emhoff (g. 2014)
HáskóliHoward-háskóli
Kaliforníuháskóli í Hastings
StarfLögfræðingur, stjórnmálamaður
Undirskrift
Vefsíðakamalaharris.org

Kamala Devi Harris (f. 20. október 1964) er bandarískur stjórnmálamaður úr Demókrataflokknum sem að hefur verið varaforseti Bandaríkjanna fyrir Joe Biden frá 2021. Hún sat áður á öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir Kaliforníu frá 2017 til 2021. Áður en hún tók sæti á þinginu var Harris dómsmálaráðherra Kaliforníu frá 2011 til 2017.[1] Kamala var forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins í forsetakosningunum 2024 þar sem að hún laut í lægra haldi fyrir Donald Trump.

Þann 21. janúar árið 2019 tilkynnti Harris framboð sitt til forseta Bandaríkjanna í forsetakosningunum 2020. Harris náði snemma talsverðu fylgi í forvali Demókrataflokksins en ákvað vegna dvínandi fylgis að draga framboð sitt til baka þann 3. desember 2019. Eftir að Joe Biden vann tilnefningu flokksins í kosningunum útnefndi hann Harris sem varaforsetaefni sitt.[2] Biden og Harris unnu kosningarnar og Harris varð því fyrsta konan til að gegna embætti varaforseta Bandaríkjanna.

  1. Shenkman, Kenneth (2018). „Harris, Kamala“. World Book Advanced. Sótt 8. maí 2018.[óvirkur tengill]
  2. „Joe Biden picks Kamala Harris as his running mate“. 11. ágúst 2020.

From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne