Kamala Harris | |
---|---|
Varaforseti Bandaríkjanna | |
Núverandi | |
Tók við embætti 20. janúar 2021 | |
Forseti | Joe Biden |
Forveri | Mike Pence |
Eftirmaður | JD Vance |
Öldungadeildarþingmaður fyrir Kaliforníu | |
Í embætti 3. janúar 2017 – 18. janúar 2021 | |
Forveri | Barbara Boxer |
Eftirmaður | Alex Padilla |
Persónulegar upplýsingar | |
Fædd | 20. október 1964 Oakland, Kaliforníu, Bandaríkjunum |
Stjórnmálaflokkur | Demókrataflokkurinn |
Maki | Douglas Emhoff (g. 2014) |
Háskóli | Howard-háskóli Kaliforníuháskóli í Hastings |
Starf | Lögfræðingur, stjórnmálamaður |
Undirskrift | |
Vefsíða | kamalaharris.org |
Kamala Devi Harris (f. 20. október 1964) er bandarískur stjórnmálamaður úr Demókrataflokknum sem að hefur verið varaforseti Bandaríkjanna fyrir Joe Biden frá 2021. Hún sat áður á öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir Kaliforníu frá 2017 til 2021. Áður en hún tók sæti á þinginu var Harris dómsmálaráðherra Kaliforníu frá 2011 til 2017.[1] Kamala var forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins í forsetakosningunum 2024 þar sem að hún laut í lægra haldi fyrir Donald Trump.
Þann 21. janúar árið 2019 tilkynnti Harris framboð sitt til forseta Bandaríkjanna í forsetakosningunum 2020. Harris náði snemma talsverðu fylgi í forvali Demókrataflokksins en ákvað vegna dvínandi fylgis að draga framboð sitt til baka þann 3. desember 2019. Eftir að Joe Biden vann tilnefningu flokksins í kosningunum útnefndi hann Harris sem varaforsetaefni sitt.[2] Biden og Harris unnu kosningarnar og Harris varð því fyrsta konan til að gegna embætti varaforseta Bandaríkjanna.