Kannabis | ||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
![]() Hampur
| ||||||||||||
Ástand stofns | ||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||
| ||||||||||||
Tegundir[1] | ||||||||||||
|
Kannabis (fræðiheiti: Cannabis) er ættkvísl dulfrævinga en þrjár helstu tegundir hennar eru: Cannabis indica (indverskur hampur), Cannabis sativa og Cannabis ruderalis. Áður fyrr kölluðust afurðir plöntunnar einu nafni hampur, en í nútímamerkingu er það notað yfir þær plöntur sem gefa af sér aðrar afurðir en vímugjafa. Plöntunnar er neytt sem vímugjafa á ýmsa vegu. Algengast er að óunnins brums sé neytt, að kristöllum plöntunnar sé þjappað saman til að búa til hass og úr því er einnig unnin hassolía.
Hampur er planta sem hefur verið ræktuð í nær 5000 ár. Plantan á uppruna sinn að rekja til Asíu, en er í dag ræktuð um allan heim. Í stöngli plöntunnar eru langar og grófar trefjar sem nýtast vel til iðnaðar. Úr hampi hafa lengi verið unnin m.a. reipi og vefnaðarvörur.
Í háblöðum og bikarblöðum kvenplantna myndast efni sem nefnast kannabínóíðar. Mest rannsökuðu kannabínóíðarnir eru kannabíndíól (CBL) og kannabínól (CBN), sem hafa ekki hugbreytandi virkni, og svo tetrahýdrókannabínól (THC) sem hefur slíka virkni.[2] Fundist hafa a.m.k. 85 kannabínóíðar, en þessi efnasambönd eru mjög mismunandi frá einni plöntu til annarrar.