Karfi

Karfi
Gullkarfi (Sebastes marinus)
Gullkarfi (Sebastes marinus)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Geisluggar (Actinopterygii)
Ættbálkur: Brynvangar (Scorpaeniformes)
Ætt: Karfaætt (Scorpaenidae)
Ættkvísl: Karfi (Sebastes)
Tegundir

Sjá grein.

Karfi (fræðiheiti: Sebastes) er ættkvísl fiska af karfaætt og telur um hundrað tegundir. Flestar þessara tegunda lifa í Norður-Kyrrahafi, en ein tegund lifir í Suður-Kyrrahafi og Suður-Atlantshafi, og fjórar tegundir lifa í Norður-Atlantshafi.

Karfar eru mikilvægir nytjafiskar. Við Ísland finnast einkum gullkarfi, djúpkarfi og litli karfi og er oftast átt við gullkarfa þegar talað er um karfa á íslensku.

Fullorðinn karfi lifir á ljósátu og smáfiski, svo sem loðnu og síld, og fer víða í leit að æti en fæða yngri karfa er einkum ljósáta en einnig krabbadýr og fiskiseiði.


From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne