Karl 3. Bretakonungur

Skjaldarmerki Windsor-ætt Konungur Bretlands og
samveldisins
Windsor-ætt
Karl 3. Bretakonungur
Karl 3.
Ríkisár 8. september 2022
SkírnarnafnCharles Philip Arthur George
Ættarnafn:
Mountbatten–Windsor
Fæddur14. nóvember 1948 (1948-11-14) (76 ára)
 Buckinghamhöll, London
Konungsfjölskyldan
Faðir Filippus prins, hertogi af Edinborg
Móðir Elísabet II Bretadrottning
Eiginkonur1. Díana prinsessa af Wales,
fædd Lafði Díana Spencer
2. Kamilla drottning,  fædd Camilla Shand
BörnKarls og Díönu prinsessu:

Karl 3. (Charles Philip Arthur George, áður Karl, prinsinn af Wales) (f. 14. nóvember 1948), er konungur Bretlands og fjórtán annarra ríkja í samveldinu. Hann er elsta barn Elísabetar Bretadrottningar og Filippusar prins. Áður en hann erfði ríkið af móður sinni var Karl einnig hertogi af Cornwall og hertogi af Rothesay í Skotlandi. Hann var jafnframt hertogi af Edinborg frá andláti föður síns árið 2021 þar til hann tók við krúnunni árið 2022.


From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne