Katy Perry

Katy Perry
Perry árið 2023
Fædd
Katheryn Elizabeth Hudson

25. október 1984 (1984-10-25) (40 ára)
Önnur nöfn
  • Katy Hudson
  • Katheryn Perry
Störf
  • Söngvari
  • lagahöfundur
Ár virk2001–í dag
Maki
Börn1
Tónlistarferill
Stefnur
Hljóðfæri
  • Rödd
  • gítar
Útgefandi
Vefsíðakatyperry.com
Undirskrift

Katheryn Elizabeth Hudson (f. 25. október 1984), betur þekkt undir nafninu Katy Perry, er bandarísk söngkona og lagahöfundur. Perry fæddist í Santa Barbara í Kaliforníu og voru foreldrar hennar prestar. Hún ólst upp við að hlusta á gospeltónlist og söng í kirkju sem barn. Eftir að hafa klárað GED-próf fyrsta árið í menntaskóla (e. „highschool“) byrjaði hún að vinna að tónlistarferlinum. Hún gaf út sjálftitlaða gospel-plötu árið 2001 undir nafninu Katy Hudson en platan náði ekki vinsældum. Hún tók upp plötu og kláraði meirihlutann af sólóplötu á árunum 2004–2005 en hvorug platan kom út.

Eftir að hafa skrifað undir samning við Capitol Records árið 2007 fékk hún sér sviðsnafnið Katy Perry og gaf út fyrstu stafrænu smáskífuna sína, „Ur So Gay“, í nóvember sama ár og fékk lagið mikla athygli. Hún varð fræg þegar hún gaf út aðra smáskífuna sína, „I Kissed a Girl“ árið 2008 sem toppaði marga bandaríska vinsældalista. Fyrsta hefðbundna sólóplata Perry, One of the Boys, kom út sama ár og var í 33. sæti yfir best seldu plötur heims árið 2008. Platan fór í platínusölu; „I Kissed a Girl“ og önnur smáskífan, „Hot n Cold“, fóru báðar í margfalda platínusölu. Hún varð þekkt fyrir að klæðast óhefðbundnum kjólum, blandi af litum og eldri tísku. Næsta platan hennar, Teenage Dream, kom út í ágúst 2010.

Perry átti í löngu ástarsambandi við Travis McCoy og var gift leikaranum Russell Brand í eitt ár. Þau skildu árið 2012. Frá árinu 2016 hefur hún verið í sambandi með enska leikaranum Orlando Bloom.


From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne