Kenilworth Road er heimavöllur enska knattspyrnufélagsins Luton Town. Völlurinn hefur þjónað félaginu frá árinu 1905, en um langt árabil hafa verið umræður um að rífa hann og byggja nýjan í staðinn annars staðar. Á níunda áratugnum var Kenilworth Road umdeildur meðal knattspyrnuáhugamanna þar sem hann skartaði gervigrasi. Nú um stundir tekur völlurinn allt að 10.356 áhorfendur.