Kjarnorka

Kjarnorkuver í Cattenom í Frakklandi.

Kjarnorka er hugtak, sem haft er um þá orku sem leyst er úr læðingi atómkjarna, með kjarnasamruna eða kjarnaklofnun. Eina nýtanlega aðferðin í dag til að vinna orku úr atómkjarna er með kjarnaklofnun. Allir kjarnakljúfar hita vatn til að framleiða gufu, sem er síðan breytt í vélaorku til að framleiða rafmagn eða hreyfiorku. Árið 2005 kom 15% af öllu rafmagni í heiminum frá kjarnorku.


From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne