Lady Gaga Fame

Fame ilmvatnið ásamt gjafaöskju.

Lady Gaga Fame er fyrsta ilmvatnið frá bandarísku söngkonunni Lady Gaga. Ilmvatnið var gefið út í Guggenheim safninu, í verslunum Macy's í Bandaríkjunum og í fjölmörgum verslunum í Bretlandi þann 22. ágúst 2012. Í september varð það svo fáanlegt á heimsvísu í gegnum Haus Laboratories vörumerki söngkonunnar í samstarfi við Coty, Inc. Ilmvatnið var markaðssett fyrir fólk óháð kyni og því var haldið fram í markaðssetningu að þetta væri fyrsta svarta ilmvatnið. Samkvæmt kynningarefni notar ilmvatnið óhefðbundna aðferð, frábrugðna hefðbundinni pýramýdabyggingu sem er algengasta aðferðin fyrir ilmvötn, sem sameinar tóna af hunangi, saffrani, apríkósum, orkídeum og jasmín.[1]

  1. Cowles, Charlotte; columnist, the Cut’s financial-advice (14 júní 2012). „Lady Gaga's New Fragrance Will Smell Like Honey, Vanish in Midair“. The Cut (bandarísk enska). Sótt 10 júlí 2023.

From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne