Leymah Gbowee

Leymah Gbowee
Leymah Gbowee árið 2011.
Fædd1. febrúar 1972 (1972-02-01) (53 ára)
ÞjóðerniLíberísk
MenntunAustur-Mennonítaháskólinn í Harrisonburg, Virginíu, Bandaríkjunum
StörfAðgerðasinni
TrúLúthersk[1]
Verðlaun Friðarverðlaun Nóbels (2011)

Leymah Roberta Gbowee (f. 1. febrúar 1972) er líberískur friðarsinni og aðgerðasinni sem leiddi friðarhreyfingu kvenna til þess að binda enda á seinni borgarastyrjöldina í Líberíu árið 2003. Störf Gbowee og samstarfskonu hennar, Ellenar Johnson Sirleaf, stuðluðu að endalokum stríðsins og að friði sem varir enn í Líberíu. Með endalokum stríðsins voru einnig haldnar frjálsar forsetakosningar árið 2004 þar sem Sirleaf vann sigur. Ásamt Sirleaf og jemensku blaðakonunni Tawakkol Karman var Gbowee sæmd friðarverðlaunum Nóbels árið 2011 fyrir „friðsamlega baráttu fyrir öryggi kvenna og rétti kvenna til fullrar þátttöku til uppbyggingar friðar“.[2]

  1. Sjöfn Jóhannesdóttir (8. október 2011). „Leymah Gbowee er friðarverðlaunahafi“. Íslenska þjóðkirkjan. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. október 2011. Sótt 23. júní 2019.
  2. Kolbeinn Þorsteinsson (11. nóvember 2011). „Konur friðar“. Dagblaðið Vísir. Sótt 23. júní 2019.

From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne