Liaoning

Landakort sem sýnir legu Liaoning hérað í norðausturhluta Kína.
Kort af legu Liaoning héraðs í Kína.

Liaoning (kínverska: 辽宁; rómönskun: Liáoníng), er strandhérað í norðausturhluta Alþýðulýðveldisins Kína. Það er staðsett við norðurströnd Gulahafs og er nyrsta strandhérað Kína. Það dregur nafn sitt frá Liao-fljóti sem rennur um miðju héraðsins. Héraðið var áður hluti af Mansjúríu. Íbúafjöldi árið 2010 var 43.7 milljónir. Héraðshöfuðborgin er Shenyang í austurhluta Liaoning.


From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne