Liechtenstein

Furstadæmið Liechtenstein
Fürstentum Liechtenstein (þýska)
Fáni Liechtenstein Skjaldarmerki Liechtenstein
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Für Gott, Fürst und Vaterland (þýska)
Fyrir guð, fursta og föðurland
Þjóðsöngur:
Oben am jungen Rhein
Staðsetning Liechtenstein
Höfuðborg Vaduz
Opinbert tungumál Þýska
Stjórnarfar Þingbundin konungsstjórn

Fursti Hans-Adam 2.
Forsætisráðherra Daniel Risch
Sjálfstæði
 • Sameining Vaduz og Schellenberg 23. janúar 1719 
 • Pressburg-sáttmálinn 12. júlí 1806 
 • Úrsögn úr Þýska ríkjasambandinu 23. ágúst 1866 
Flatarmál
 • Samtals
 • Vatn (%)
190. sæti
160 km²
2,7
Mannfjöldi
 • Samtals (2020)
 • Þéttleiki byggðar
211. sæti
38.869
232/km²
VLF (KMJ) áætl. 2013
 • Samtals 5,3 millj. dala (149. sæti)
 • Á mann 98.432 dalir (3. sæti)
VÞL (2019) 0.919 (19. sæti)
Gjaldmiðill Svissneskur franki (CHF)
Tímabelti UTC+1 (+2 á sumrin)
Þjóðarlén .li
Landsnúmer +423

Liechtenstein eða furstadæmið Liechtenstein (þýska: Fürstentum Liechtenstein) er fjalllent tví-landlukt smáríki í Mið-Evrópu, á milli Sviss og Austurríkis.[1] Liechtenstein býr við þingbundna konungsstjórn furstans af Liechtenstein.

Liechtenstein á landamæri að Sviss í vestri og suðri og Austurríki í austri og norðri. Það er fjórða minnsta land Evrópu, aðeins 160 ferkílómetrar að stærð með tæplega 40 þúsund íbúa.[2] Höfuðborg Liechtenstein heitir Vaduz, en stærsta sveitarfélagið er Schaan. Liechtenstein er minnsta landið sem á landamæri að tveimur löndum.[3]

Liechtenstein er eitt þeirra landa sem hefur hæsta landsframleiðslu á mann kaupmáttarjafnað. Fjármálageiri landsins sem er staðsettur í Vaduz er hlutfallslega stór. Landið var eitt sinn þekkt skattaskjól en er ekki lengur á svörtum listum. Liechtenstein er Alpaland og vinsæll áfangastaður í vetrarferðamennsku.

Liechtenstein á aðild að Sameinuðu þjóðunum, EFTA og Evrópuráðinu. Landið er ekki hluti af Evrópusambandinu en er aðili að Schengen-sáttmálanum og Evrópska efnahagssvæðinu. Það er í tollabandalagi með Sviss og notar sama gjaldmiðil.

  1. „IGU regional conference on environment and quality of life in central Europe“. GeoJournal. 28 (4). 1992. doi:10.1007/BF00273120. S2CID 189889904.
  2. Bevölkerungsstatistik. Amt für Statistik. Liechtenstein. 30 June 2019
  3. „The smallest countries in the world by area“. www.countries-ofthe-world.com (enska). Sótt 3 júlí 2018.

From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne