Lindifura

Lindifura
Lindifura sem vex í Dachstein í Austurríki
Lindifura sem vex í Dachstein í Austurríki
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Fura (Pinus)
Undirættkvísl: Strobus
subsection Strobus
Tegund:
P. cembra

Tvínefni
Pinus cembra
L.
Útbreiðsla lindifuru
Útbreiðsla lindifuru
Pinus cembra

Lindifura (fræðiheiti Pinus cembra) er furutegund sem finnst í Ölpunum, Karpatafjöllum, í Tatrafjöllum í Póllandi, Frakklandi, Ítalíu, Austurríki, Þýskalandi, Slóveníu, Slóvakíu, Úkraníu og Rúmeníu. Lindifura vex vanalega í 1500-2200 m hæð. Tréð verður 25-35 m hátt og 1,5 m að ummáli. Nálarnar eru 5 - 9 sm langar og könglarnir eru 4-8 sm langir. Fræin eru 8-12 mm löng.

Lindifura hefur þol fyrir ryðsveppasjúkdómum sem herja á aðrar skyldar furutegundir.

nálar og könglar á lindifuru

Lindifurur eru vinsælt skrautré í skrúðgörðum og vaxa jafnt en hægt í köldu loftslagi. Þær þola vel mikinn vetrarkulda og eru vindþolnar. Fræin eru tínd og seld sem furuhnetur.

  1. Farjon, A. (2017). Pinus cembra. The IUCN Red List of Threatened Species. 2017. IUCN: e.T42349A95684563. doi:10.2305/IUCN.UK.2017-2.RLTS.T42349A95684563.en. Sótt 13. desember 2017.

From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne