Efnafræði 20. öld | |
---|---|
![]() | |
Nafn: | Linus Carl Pauling |
Fæddur: | 28. febrúar 1901 Portland, Oregon, Bandaríkjunum |
Látinn | 19. ágúst 1994 (93 ára) Big Sur, Kaliforníu, Bandaríkjunum |
Svið: | Efnafræði, lífefnafræði, efnaverkfræði |
Helstu ritverk: | Um eðli efnatengisins |
Alma mater: | Ríkisháskólinn í Oregon (BS) Tækniháskólinn í Kaliforníu (PhD) |
Helstu vinnustaðir: |
Tækniháskólinn í Kaliforníu Kaliforníuháskóli í San Diego Stanford-háskóli Cornell-háskóli Oxford-háskóli |
Verðlaun og nafnbætur: |
![]() ![]() |
Undirskrift: | ![]() |
Linus Carl Pauling (28. febrúar 1901 – 19. ágúst 1994) var bandarískur efnafræðingur, lífefnafræðingur, efnaverkfræðingur, friðarsinni og kennari.
Pauling var frumkvöðull á sviði skammtaefnafræði og hlaut Nóbelsverðlaunin í efnafræði árið 1954 fyrir að lýsa eðli efnatengisins í verkum sínum. Hann gaf árið 1939 út ritgerðina Um eðli efnatengisins (e. The Nature of the Chemical Bond), sem er meðal áhrifamestu fræðirita sem gefin hafa verið út.
Pauling hlaut jafnframt friðarverðlaun Nóbels árið 1962 fyrir herferð sína gegn kjarnorkutilraunum. Hann varð þar með annar maðurinn til þess að vinna tvenn Nóbelsverðlaun í ólíkum flokkum (á eftir Marie Curie) og sá fyrsti og eini til þess að vera verðlaunaður einsamall í tveimur flokkum.[1]