Los Angeles

Los Angeles
Los Angeles að nóttu til.
Los Angeles að nóttu til.
Fáni Los Angeles
Opinbert innsigli Los Angeles
Skjaldarmerki Los Angeles
Viðurnefni: 
L.A., City of Angels, The Entertainment Capital of the World, La-la-land, Tinseltown
Los Angeles er staðsett í Kaliforníu
Los Angeles
Los Angeles
Staðsetning í Kaliforníu
Los Angeles er staðsett í Bandaríkjunum
Los Angeles
Los Angeles
Staðsetning í Bandaríkjunum
Hnit: 34°03′N 118°15′V / 34.050°N 118.250°V / 34.050; -118.250
Land Bandaríkin
Fylki Kalifornía
SýslaLos Angeles
Stjórnarfar
 • BorgarstjóriKaren Bass (D)
Flatarmál
 • Samtals1.290,6 km2
 • Land1.214,9 km2
 • Vatn75,7 km2
Hæð yfir sjávarmáli
71 m
Mannfjöldi
 (2020)[1]
 • Samtals3.898.747
 • Áætlað 
(2023)
3.820.914
 • Þéttleiki3.000/km2
Heiti íbúaAngelenos
TímabeltiUTC−08:00 (PST)
 • SumartímiUTC−07:00 (PDT)
Póstnúmer
Listi
  • 90001–90084, 90086–90089, 90091, 90093–90097, 90099, 90101–90103, 90174, 90185, 90189, 90291–90293, 91040–91043, 91303–91308, 91311, 91316, 91324–91328, 91330, 91331, 91335, 91340, 91342–91349, 91352–91353, 91356–91357, 91364–91367, 91401–91499, 91504–91505, 91601–91609[2]
Svæðisnúmer213, 323, 310, 424, 818, 747, 626
Vefsíðalacity.gov

Los Angelesspænsku: Los Ángeles (borið fram los 'aŋxeles)) er stærsta borg Kaliforníu og næststærsta borg Bandaríkjanna. Borgin er oft kölluð Borg Englanna. Íbúafjöldi borgarinnar er um fjórar milljónir, hún er 1.290,6 ferkílómetrar að stærð og er staðsett í suðurhluta Kaliforníu.[1] Til viðbótar eru um 12,9 milljón íbúar á svæðinu umhverfis Los Angeles. Los Angeles-sýslan er fjölmennasta og útbreiddasta sýsla Bandaríkjanna. Íbúar borgarinnar eru þekktir sem „Angelenos“.

Los Angeles var stofnuð 4. september 1781 af spænska ríkisstjóranum Felipe de Neve sem El Pueblo de Nuestra Señora la Reina de los Angeles del Río de Porciúncula (Þorp konunnar okkar, drottning englanna og árinnar Porziuncola). Hún varð hluti af Mexíkó árið 1821, eftir að það fékk sjálfstæði frá Spáni. Árið 1848, þegar stríðinu á milli Mexíkóa og Bandaríkjamanna lauk, varð Los Angeles ásamt Kaliforníu hluti af Bandaríkjunum.

Los Angeles er miðstöð viðskipta, alþjóðlegra skipta, afþreyingar, menningar, tísku, vísinda, tækni og menntunar. Þar eru stofnanir sem hafa mikla þekkingu á hinum ýmsu sviðum. Hollywood er staðsett í Los Angeles en Hollywood er þekkt sem Höfuðborg skemmtanaiðnaðarins en þar eru framleiddar kvikmyndir, sjónvarpsþættir og tekin upp tónlist. Þar sem borgin er mikilvæg í þessum iðnaði hefur hún dregið að sér margar stjörnur.

  1. 1,0 1,1 „QuickFacts - Los Angeles City, California“. United States Census Bureau. Sótt 8 nóvember 2024.
  2. Zip Codes Within the City of Los Angeles Geymt 13 júlí 2017 í Wayback Machine – LAHD

From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne