Ludvig Holstein-Ledreborg | |
---|---|
![]() | |
Forsætisráðherra Danmerkur | |
Í embætti 16. ágúst 1909 – 28. október 1909 | |
Þjóðhöfðingi | Friðrik 8. |
Forveri | Niels Neergaard |
Eftirmaður | Carl Theodor Zahle |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 10. júní 1839 Hochberg, Konungsríkinu Württemberg |
Látinn | 1. mars 1912 (72 ára) Ledreborg, Danmörku |
Þjóðerni | Danskur |
Stjórnmálaflokkur | Venstre |
Trúarbrögð | Kaþólskur |
Háskóli | Kaupmannahafnarháskóli |
Starf | Landeigandi |
Johan Ludvig (Louis) Carl Christian Tido Holstein lénsgreifi af Ledreborg (10. júní 1839 – 1. mars 1912) var danskur landeigandi og stjórnmálamaður sem var forsætisráðherra Danmerkur í fáeina mánuði á árinu 1909. Hann var einn síðast fulltrúi aðalsmanna í dönskum stjórnmálum og jafnframt eini kaþólikkinn sem gegnt hefur forsætisráðherraembættinu.