MG Rover Group

MG Rover Group var síðasti bílaframleiðandinn sem fékkst við fjöldaframleiðslu í breska bílaiðnaðinum. Fyrirtækið var stofnað þegar BMW seldi bíla- og vélarframleiðslu hins upprunalega Rover Group til eignarhaldsfélagsins Phoenix Consortium árið 2000.

MG Rover varð gjaldþrota árið 2005 og helstu eignir þess voru keyptar af Nanjing Automobile Group.[1] Nanjing hóf aftur framleiðslu á sérsmíðuðum MG-sportbílum árið 2007. Það ár sameinaðist Nanjing SAIC Motor (stærsta bílaframleiðanda í Kína). Árið 2009 var dótturfyrirtækið í Bretlandi nefnt MG Motor UK. Sportbíllinn MG TF var framleiddur í fyrrum verksmiðju MG Rover í Longbridge og seldur í Bretlandi frá 2008 til 2010. Árið 2011 var fyrsti nýi MG-inn í 16 ár (MG 6) settur á markað í Bretlandi (settur saman í verksmiðjunni í Longbridge). Árið 2013 var smábíl bætt við framleiðslulínuna (MG 3). Þetta gerði að verkum að MG Motor varð mest vaxandi bílaframleiðandi í Bretlandi árið 2014.

Vörumerkið Rover, sem BMW hélt eftir og leyfði MG Rover að nota, var selt til Ford sem keypti Land Rover af BMW árið 2000. Ford seldi svo réttinni að ónotuðu Rover-merkinu, ásamt fyrirtækjunum Jaguar Cars og Land Rover, til Tata Motors árið 2008.

  1. „Rover sold to Nanjing Automobile“. BBC Online. BBC. 23. júlí 2005. Sótt 30. apríl 2007.

From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne