MacBook Pro er lína af Macintosh-fartölvum frá Apple fyrir atvinnumarkaðinn. Apple settu MacBook Pro fyrst á markað 10. janúar 2006, sem tók við af PowerBook G4 fartölvunum. Hún var fyrsta Macintosh-tölvan með Intel Core Duo og Intel Core 2 Duo örgjörva. MacBook Pro hefur 13 eða 16 þumlunga skjá.