Magdalena Andersson | |
---|---|
![]() Magdalena Andersson árið 2021. | |
Forsætisráðherra Svíþjóðar | |
Í embætti 30. nóvember 2021 – 18. október 2022 | |
Þjóðhöfðingi | Karl 16. Gústaf |
Forveri | Stefan Löfven |
Eftirmaður | Ulf Kristersson |
Fjármálaráðherra Svíþjóðar | |
Í embætti 3. október 2014 – 30. nóvember 2021 | |
Forsætisráðherra | Stefan Löfven |
Forveri | Anders Borg |
Eftirmaður | Mikael Damberg |
Persónulegar upplýsingar | |
Fædd | 23. janúar 1967 Uppsölum, Svíþjóð |
Þjóðerni | Sænsk |
Stjórnmálaflokkur | Jafnaðarmannaflokkurinn |
Maki | Richard Friberg |
Börn | 2 |
Háskóli | Hagfræðiskólinn í Stokkhólmi |
Eva Magdalena Andersson (f. 23. janúar 1967) er sænsk stjórnmálakona og hagfræðingur. Hún hefur verið leiðtogi sænska Jafnaðarmannaflokksins frá 5. nóvember 2021 og var forsætisráðherra Svíþjóðar frá 30. nóvember 2021 til 18. október 2022. Hún var áður fjármálaráðherra í ríkisstjórn Stefans Löfven frá árinu 2014 til 2021.
Andersson er fyrsti kvenforsætisráðherra Svíþjóðar og með embættistöku hennar varð Svíþjóð síðasta Norðurlandið til að kjósa konu sem ríkisstjórnarleiðtoga.