Mairead Corrigan | |
---|---|
![]() Mairead Corrigan árið 2009. | |
Fædd | 27. janúar 1944 |
Þjóðerni | Norður-Írsk |
Menntun | Trinity-háskóli í Dyflinni |
Trú | Kaþólsk |
Maki | Jackie Maguire (g. 1981) |
Verðlaun | ![]() |
Mairead Maguire (f. 27. janúar 1944), einnig þekkt undir nafninu Mairead Corrigan Maguire og áður kölluð Mairéad Corrigan, er friðarsinni og aðgerðasinni frá Norður-Írlandi. Ásamt Betty Williams og Ciaran McKeown stofnaði hún Samtök Friðarfólksins, hóp sem hvatti til friðsamlegrar lausnar á átökunum á Norður-Írlandi.[1] Corrigan og Williams voru sæmdar friðarverðlaunum Nóbels fyrir störf sín árið 1976.
Í seinni tíð hefur Corrigan oft gagnrýnt stefnu ísraelskra stjórnvalda gagnvart íbúum Gasastrandarinnar, sérstaklega hafnarbann Ísraela á svæðið. Í júní árið 2010 fór Corrigan með skipinu MV Rachel Corrie og reyndi án árangurs að rjúfa hafnarbannið.