Mairead Corrigan

Mairead Corrigan
Mairead Corrigan árið 2009.
Fædd27. janúar 1944 (1944-01-27) (81 árs)
ÞjóðerniNorður-Írsk
MenntunTrinity-háskóli í Dyflinni
TrúKaþólsk
MakiJackie Maguire (g. 1981)
Verðlaun Friðarverðlaun Nóbels (1976)

Mairead Maguire (f. 27. janúar 1944), einnig þekkt undir nafninu Mairead Corrigan Maguire og áður kölluð Mairéad Corrigan, er friðarsinni og aðgerðasinni frá Norður-Írlandi. Ásamt Betty Williams og Ciaran McKeown stofnaði hún Samtök Friðarfólksins, hóp sem hvatti til friðsamlegrar lausnar á átökunum á Norður-Írlandi.[1] Corrigan og Williams voru sæmdar friðarverðlaunum Nóbels fyrir störf sín árið 1976.

Í seinni tíð hefur Corrigan oft gagnrýnt stefnu ísraelskra stjórnvalda gagnvart íbúum Gasastrandarinnar, sérstaklega hafnarbann Ísraela á svæðið. Í júní árið 2010 fór Corrigan með skipinu MV Rachel Corrie og reyndi án árangurs að rjúfa hafnarbannið.

  1. „Peace People – History“ (enska). Friðarfólkið. Afrit af upprunalegu geymt þann 11. júní 2011. Sótt 19. júní 2019. „This was the beginning of the Movement and the three co-founders worked to harness the energy and desire of many people in Northern Ireland for peace... Ciaran named the movement, Peace People, wrote the Declaration, and set out its rally programme, etc.“

From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne