Martin Litchfield West (f. 23. september 1937, í London, Englandi - d. 13. júlí 2015, í Oxford, Englandi) var enskur fornfræðingur, og textafræðingur. Árið 2002 hlaut hann Kenyon-orðuna fyrir störf í þágu fornfræðinnar frá bresku akademíunni og var þá sagður „mestur og mikilvægastur fornfræðinga sinnar kynslóðar“.[1] Hann var emeritus félagi á All Souls College við Oxford-háskóla.
West skrifaði mikið um forngríska tónlist, tengsl Grikklands við Miðausturlönd í fornöld og tengsl shamanisma og snemmgrískra trúarbragða, þar á meðal orfeifsku hefðina. Skrifin byggðu á heimildum á akkadísku, fönikísku, hebresku, hittitísku og úgaritísku auk forngrísku og latínu.