Martin Scorsese | |
---|---|
![]() Martin Scorsese árið 2023. | |
Fæddur | Martin Charles Scorsese 17. nóvember 1942 New York-borg í Bandaríkjunum |
Störf |
|
Ár virkur | 1962-í dag |
Maki |
|
Börn | 3 |
Foreldrar | Catherine Scorsese Charles Scorsese |
Undirskrift | |
![]() |
Martin Scorsese (f. 17. nóvember 1942) er bandarískur kvikmyndagerðarmaður. Martin hefur verið átta sinnum tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir bestu leikstjórnina og vann verðlaunin árið 2006 fyrir að leikstýra kvikmyndinni Hinum framliðnu (e. The Departed). Kvikmyndir sem hann leikstýrir fjalla ósjaldan um umhverfi sem líkist uppruna hans sjálfs, ítalskt-amerískt umhverfi.