Mayfair

Savile Row

Mayfair er hverfi í Mið-London inni í Westminsterborg. Hverfið er afmarkað af Hyde Park í vestri, Oxford Street í norðri, Piccadilly og Green Park í suðri, og Regent Street í austri. Það dregur nafnið sitt af hátíðinni May Fair sem gerðist árlega í tvær vikur, á staðnum sem er í dag Shepherd Market. Hátíðin byrjaði þar árið 1686, þegar hún var haldin í Haymarket, en var bönnuð árið 1764 og svo flutti í Fair Field í hverfinu Bow af því fólki sem bjó á svæðinu mislíkaði hún.

Nú á dögum er hverfið dýrt og er aðallega fyrir viðskipti og verslanir. Þess vegna eru staðsettar þar margar höfuðstöðvar alþjóðlegra fyrirtækja, og nokkur vogunarsjóð- og fasteignafyrirtæki. Húsaleigur eru á meðal þeirra dýrustu í heimi. Það eru líka nokkur lúxushótel og mörg veitingahús. Byggingar í Mayfair eru til dæmis bandaríska sendiráðið í Grosvenor Square, Royal Academy of Arts, Handel-húsminjasafnið, og hótelin Grosvenor House og Claridge’s. Eftirfarandi eru götur og torg á svæðinu:

Hverfið er í bresku útgáfu borðspilsins Monopoly og vegna þess er þekkt sem mjög dýrt og virt.

  Þessi Lundúnagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne