Mazda

34°22′37″N 132°30′03″A / 34.3770577°N 132.5008222°A / 34.3770577; 132.5008222

Mazda Motor Corporation
Rekstrarform Hlutafélag
Hjáheiti Upprunalegt heiti (á japönsku):

マツダ株式会社

Stofnað 30. janúar 1920
Stofnandi Jujiro Matsuda
Staðsetning Hírósíma, Japan
Starfsemi Bifreiðaframleiðandi
Tekjur JPY 3800 milljarðar (2023)[1]
Starfsfólk 48.750 (2022)[2]
Vefsíða www.mazda.com

Mazda Motor Corporation (マツダ株式会社, Matsuda Kabushiki gaisha), einnig þekkt sem Mazda, er japanskur bifreiðaframleiðandi. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í bænum Fuchū í Hírósíma-fylki í Japan.[3]

Fyrirtækið var stofnað af af Jujiro Matsuda þann 30. janúar 1920 sem Toyo Cork Kogyo Co., Ltd., og var í upphafi korkverksmiðja.[4] Það breytti nafni sínu í Toyo Kogyo Co., Ltd. árið 1927 og byrjaði að framleiða ökutæki árið 1931.[5] Nafnið Mazda var annars vegar dregið af persneska guðinum Ahura Mazda, guði jafnvægis, greindar og visku (í sóróisma), sem og eftirnafn stofnandans hins vegar.[6]

Mazda er einn stærsti bifreiðaframleiðandi í Japan og heiminum. Árið 2015 framleiddi fyrirtækið 1,5 milljónir bifreiða til sölu á heimsvísu, þar af voru næstum ein milljón framleidd í Japan og afgangurinn í ýmsum öðrum löndum. Fyrirtækið var 15. stærsti bifreiðaframleiðandi heims miðað við framleiðslu árið 2015. Mazda er þekkt fyrir ýmsar nýstárlegar uppfinningar og tækni, svo sem Wankel-vélina, SkyActiv-tæknina og Kodo-hönnunartungumálið. Fyrirtækið á sér einnig langa sögu af þátttöku í akstursíþróttum, og má þar nefna sigur þess á 24-Stunda Le Mans-keppninni árið 1991, með Wankel-knúinni Mazda 787B.[7] Mazda hefur átt í samstarfi við ýmsa aðra bílaframleiðendur, svo sem Toyota, Nissan, Isuzu, Suzuki og Ford

  1. „Consolidated Financial Results“ (PDF). mazda.com/en/investors. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 15 júlí 2023. Sótt 14 júlí 2023.
  2. „Mazda Integrated Report 2022“ (PDF). Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 6 apríl 2023. Sótt 14 júlí 2023.
  3. "Offices Geymt 7 október 2009 í Wayback Machine." Mazda.
  4. „Japan's Mazda founded“. History. Afrit af upprunalegu geymt þann 8. mars 2010. Sótt 1 maí 2023.
  5. „History of Mazda 1931-1945“. Mazda. Sótt 27 apríl 2023.[óvirkur tengill]
  6. „History of Mazda 1960-1970“. Mazda. Sótt 27 apríl 2023.[óvirkur tengill]
  7. „History of Mazda 1991-2000“. Mazda. Sótt 27 apríl 2023.[óvirkur tengill]

From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne