Mehmed 6.

Skjaldarmerki Ósman-ætt Tyrkjasoldán
Ósman-ætt
Mehmed 6.
Mehmed 6.
محمد السادس
Ríkisár 27. apríl 19183. júlí 1922
SkírnarnafnMehmed bin Abdul Mecid
Fæddur14. janúar 1861
 Dolmabahçe-höll, Istanbúl
Dáinn16. maí 1926
 Sanremo, Ítalíu
GröfTekkiye-moska, Damaskus, Sýrlandi
Undirskrift
Konungsfjölskyldan
Faðir Abdúl Mejid 1.
Móðir Gülüstü Hanım
BörnMünire Sultan, Fenire Sultan, Fatma Ulviye Sultan, Rukiye Sabiha Sultan, Şehzade Mehmed Ertuğrul

Mehmed 6. (محمد السادس, Meḥmed-i sâdis, وحيد الدين, Vahideddin á Ottómantyrknesku) (14. janúar 186116. maí 1926) var 36. og síðasti soldán Tyrkjaveldis. Hann ríkti í fjögur ár, frá 1918 til 1922. Sem bróðir Mehmeds 5. og elsti karlmeðlimur Osmanættarinnar varð Vahideddin erfingi að krúnunni eftir að fyrri erfinginn framdi sjálfsmorð árið 1916.[1] Hann steig á valdastól þann 4. júlí 1918 eftir dauða bróður síns, soldánsins. Mehmed var sonur Abdúl Mejid 1. soldáns og Gülüstü Hanım, abkasískrar aðalskonu.[2] Mehmed var steypt af stóli þegar tyrkneska soldánadæmið var leyst upp árið 1922.

  1. Freely, John, Inside the Seraglio, 1999, Chapter 16: The Year of Three Sultans.
  2. Harun Açba (2007). Kadın efendiler: 1839-1924. Profil.

From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne