Meredith Grey | |
---|---|
Störf | Almennur Skurðlæknir |
Maki | Derek Shepherd |
Börn | Zola Shepherd |
Foreldrar | Ellis Grey Thatcher Grey |
Meredith Grey er skálduð persóna í sjónvarpsþáttaröðinni Grey's Anatomy, sem er sýnd á Stöð 2. Persónan var búin til af skapanda þáttanna Shonda Rhimes og er leikin af Ellen Pompeo. Meredith er aðalpersóna þáttanna, sem var kynnt sem nemi á ímyndaða spítalanum Seattle Grace Hospital þar sem hún útskrifaðist. Hún er núna almennur skurðlæknir á Grey Sloan Memorial Hospital. Meredith er dóttir heimsfræga skurðlæknisins Ellis Grey.
Meredith er sögumaður þáttarins og er miðpunktur flestra þáttana. Meredith er alræmd fyrir það að sjá ekkert svart á hvítu og horfir á heimin í öllum þeim gráu litum sem hann er í og eiginmaður hennar Derek Shepherd er mikil andstæða hennar í þeim málum.