Metal Gear

Metal Gear
Metal Gear
Framleiðsla Konami (1987–2005)
Kojima Productions (2005–2015)[a]
Digital Dialect (2000)
Silicon Knights (2004)
Ideaworks Game Studio (2008)
Genki (2010)
Bluepoint Games (2011)
GREE (2012)
PlatinumGames (2013)
Nvidia Lightspeed Studios (2016)
Konami Digital Entertainment (2018–núverandi)
Rocket Studio (2023)
M2 (2023)
Virtuos
Útgáfustarfsemi Konami
Microsoft Game Studios (2000)
Sköpun
Tæknileg gögn
Leikjatölva
Ýmsar

Metal Gear (Japanska: メタルギア, Hepburn: Metaru Gia) er sería af laumuspilsleikjum eftir Hideo Kojima. Leikirnir voru búnir til og gefnir út af Konami. Fyrsti leikurinn, Metal Gear, var útgefinn 1987 fyrir MSX heimilistölvuna. Spilarinn tekur oft stjórn á sérsveitarmanni (oftast Solid Snake eða Big Boss), sem á að finna ofurvopnið, "Metal Gear", gangandi skriðdreka sem getur skotið á loft kjarnorkuvopnum.

Leikir sem eru áframhald af sögunni hafa verið gefnir út fyrir margar leikjatölvur, sem hafa lengt söguþráð upphaflega leiksins, bætt við hlutverkum bæði með og á móti Snake. Nokkrir leikir sem eru forverar sögunnar skoða upphaf Metal Gear og aðalhlutverka. Þriðji leikur seríunnar, Metal Gear Solid fyrir PlayStation, markaði umbreytingu yfir í þrívídd og vakti alþjóðlega athygli.

Serían er sögð hafa skapað og gert laumuspilsleiki[1][2][3] og leiki með kvikmyndaatriðum vinsæla.[3][4][5] Áberandi einkenni seríunnar eru kvikmyndaatriði, flóknir söguþræðir, óvenjuleg kímnigáfa sem brýtur fjórða vegginn og einstaka vísanir í cyberpunk, ójafnræði, stjórnmála og heimspekileg atriði, auk tilvísana til Hollywood kvikmynda.[6][7] Einstaka leikir hafa hlotið hrós gagnrýnenda, auk þess að fá nokkur verðlaun. Serían hefur selt 61 milljón eintök frá og með desember 2023.[8] Serían hefur einnig verið aðlöguð í önnur margmiðlunarform, eins og teiknimyndasögur, skáldsögur og drama útvarpsleikrit. Solid Snake hefur einnig komið fram í öðrum leikjum, svo sem Super Smash Bros., Ape Escape 3, LittleBigPlanet og Fortnite.


Tilvísunar villa: <ref> tag er til fyrir hóp tilvísana undir nafninu "lower-alpha". Ekkert sambærilegt <references group="lower-alpha"/> tag fannst.

  1. Interview with Clint Hocking Geymt 26 nóvember 2018 í Wayback Machine, GameCritics, May 24, 2005
  2. „EGM's Final Milestone: The Legendary 200th Issue (Part 2)“. VentureBeat. 21. september 2009. Afrit af upprunalegu geymt þann 27 nóvember 2018. Sótt 27 nóvember 2018.
  3. 3,0 3,1 Stanton, Rich (12 ágúst 2015). „Metal Gear Solid: The first modern video game“. Eurogamer. Afrit af upprunalegu geymt þann 15 nóvember 2018. Sótt 4. desember 2018.
  4. Wolf, Mark J. P. (2012). Encyclopedia of Video Games: The Culture, Technology, and Art of Gaming. ABC-CLIO. bls. 348. ISBN 9780313379369.
  5. „Sneak Attack“. 1up. Afrit af upprunalegu geymt þann 15 júlí 2006. Sótt 15 maí 2008.
  6. „The Darkest Cyberpunk Worlds In Japanese Video Games“. Kotaku. 10 apríl 2013. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. desember 2018. Sótt 4. desember 2018.
  7. Burke, Addie (28 janúar 2014). „How well did Metal Gear Solid predict the future of warfare?“. GamesRadar (bandarísk enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 5. desember 2018. Sótt 4. desember 2018.
  8. „KONAMI HOLDINGS CORPORATION“. september 2022. Sótt 15. mars 2024.

From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne