Microsoft Corporation | |
Rekstrarform | Hlutafélag |
---|---|
Stofnandi | Bill Gates, Paul Allen |
Staðsetning | Washington, Bandaríkin |
Lykilpersónur | Satya Nadella forstjóri, Bill Gates tæknilegur ráðgjafi og fyrsti forstjórinn |
Starfsemi | Fjölþjóðlegt, tölvu-tækni, fyrirtæki |
Tekjur | 18,25 milljarðar dollara |
Starfsfólk | 151.163 starfsmenn (2019) í 106 löndum |
Vefsíða | www.microsoft.is www.microsoft.com |
Microsoft Corporation er bandarískt, fjölþjóðlegt tölvufyrirtæki. Það þróar, framleiðir, styður og selur hugbúnað, raftæki og tölvur, og tengda þjónustu. Þekktustu hugbúnaðarvörur fyrirtækisisns eru Microsoft Windows línan af stýrikerfum, Microsoft Office skrifstofuhugbúnaðurinn, og Interner Explorer (sem Microsoft var lögsótt vegna, t.d. af bandaríska ríkinu, og tapaði), og Edge vafrarnir. Og helstu vélbúnaðarvörurnar eru Xbox leikjatölvurnar og Microsoft Surface línan af tölvum. Árið 2016 var Microsoft tekjuhæsti hugbúnaðarframleiðandinn. Fyrirtækið er nú talið eitt af fimm stærstu tæknifyrirtækjunum ásamt Amazon, Apple, Google og Facebook.
Microsoft var stofnað af Bill Gates og Paul Allen 4. apríl árið 1975 til að þróa og selja túlka fyrir BASIC forritunarmálið, fyrir Altair 8800 tölvuna (og í kjölfarið var Microsoft BASIC notað af mörgum öðrum tölvuframleiðendum). Fyrirtækið er enn fyrirferðarmikið á markaði fyrir þróun hugbúnaðar, s.s. með Visual Studio, ókeypis útgáfunni Visual Studio Code og forritunarmálinu C#.
Microsoft varð markaðsráðandi á markaði stýrikerfa á hefðbundnar einkatölvur (og fyrir skrifstofuhugbúnað), þ.e. fyrir IBM PC samhæfðar tölvur, fyrst vegna MS-DOS á níunda áratugnum, og síðar með Microsoft Windows, en á heildarmarkaði stýrikerfa, náði Android að verða vinsælasta stýrikerfi í heimi frá og með 2014. Árið 1986 fór fyrirtækið á hlutabréfamarkað, og með hækkandi hlutabréfaverði, bjó það til þrjá milljarðamæringua (þar af Bill Gates, sem varð ríkasti maður í heimi, mörg ár í röð) og að talið er 12.000 milljónamæringa (allt talið í bandaríkjadollurum) af starfsfólki sínu. Fyrirtækið hefur keypt fjölmörgur fyrirtæki, stærstu kaupin, LinkedIn ($26 milljarðar) og Skype ($8.5 milljarðar).
Steve Ballmer tók við af Gates sem forstjóri árið 2000, og svo tók Satya Nadella árið 2014, og síðan þá hefur áherslan mikið aukist á svokallaða skýjaþjónusutu, sem hjá Microsoft heitir Azure. Microsoft hefur yfir 150 þúsund starfsmenn í 106 löndum.
Þó Apple hafi velt Microsoft af stóli 2010, endurheimti Microsoft stöðu sína, árið 2018, sem verðmætasta fyrirtæki í heimi. Í apríl 2019 fór Microsoft upp í milljarð dollara að markaðsvirði og varð þriðja almenna bandaríska fyrirtækið sem metið er á yfir 1 milljarð Bandaríkjadala á eftir Apple og Amazon.