Microsoft Windows

Merki notað á Windows 8 til og með Windows 10, en ekki Windows 11, þar svipað en ferkantað

Microsoft Windows er fjölskylda stýrikerfa. Microsoft hannar, þróar, styður, og er framleiðandi Windows stýrikerfanna og Windows er ein af stærstu framleiðsluvörum þeirra.

Windows 11 og Windows 10 eru einu útgáfurnar sem nú er seldar heimanotendum (áður t.d. líka Windows Phone/10 Mobile stýrikerfi/símar, sem duttu upp fyrir). Windows Server eru útgáfur hugsaðar fyrir miðlara/[net]þjóna. Sem dæmi eru Windows 7 og 8 og eldri útgáfur, s.s. Windows XP, ekki lengur studdar. Nýjustu útgáfur af Windows eru Windows 11 gert fyrir "PC" (heima) einkatölvur (en líka fyrir spjaldtölvur, ekki hefðbundar PC), Windows 11 Enterprise hugsað fyrir fyrirtæki, og Windows Server 2022. Aðrar útgáfir enn studdar eru t.d. sumar útgáfur (e. edition) af Windows 10, Windows Server 2016 og nýrri.

Windows varð vinsælt aftir að Machintosh tölvur/stýrikerfi urðu fyrst vinsæl, en svo varð Windows vinsælla á markaði stýrikerfa byggð á grafík (e. GUI). Apple var ekki sátt við þetta, taldi Microsoft hafa stolið humundum þeirra og fór í mál, sem endaði með að Microsoft vann málið 1993. Lengi vel var Apple fyrirtækið min minna en þtók svo við af Microsoft sem verðmætasta fyrirtæki heimsins, en reyndar út af iPhone aðallega, og stýrikerfi þess, sem líka var notað á iPad (síðan þá var stýrikerfum þeirra skipt í tvennt, nú þeitir það iPadOS, sem notað er á iPad). Microsoft náði aldrei vinsældum iPhone á þeim markaði, né iPad, eftir að þær vörur og stýrikerfi náðu flugi. Á hefðbundum einkatölvum er Windows enn ráðandi, eftir að hafa farið framúr Mac OS, sem kom á sviðið 1984. Hins vegar viðurkenndi Microsoft 2014 að hafa tapað heildar stýrikerfismarkaðinum til Android, út af mikill sölu á Android símum. Þá voru fjórir Android símar seldir fyrir hverja hefðbundna tölvu með Windows. Og síðan þá hefur Windows aldrei náð Android sem er nú ráðandi stýrikerfi.

Microsoft varð undir í samkeppninni við Android (sem vann iPhone í vinsældum síðar), þ.e. það stýrikerfi á símum, sem reyndar er vinsælast á öllum markaðinum, þegar símar og allar aðrar tölvur eru taldar saman. Fyrirtækið viðurkenndi það á sínum tíma, þ.e. dró sig því í hlé á þeim markaði, en ekki af spjaldtölvumarkaði. Android og iOS skipta markaðinum fyrir spjaldtölvur á milli sín nokkuð jafnt, og Microsoft hefur eitthvað reynt við sig á þeim markaði, og var reyndar mörgum árum á undan á þann markað, áður en hann náði verulegum hæðum. Microsoft er líka notað á þeirra Xbox leikjatölvum sem hafa þó nokkra hylli, markaðinum skipt á milli þeira og Sony Playstation, en ef minni taldar með þá t.d. Nindendo vinsælt með t.d. Switch. Þó það sé ekki augljóst að neinu leiti, því leikjatölvur keyra leiki, og það er eina viðmótið sem sést (að einhverju ráði), er afbrigði af Windows keyrt á Xbox, en það líkist ekkert hefðbundnu Windows fyrir notandann, en er mjög svipað fyrir leikjaforritarann. Það stýrikerfi keyrir þ+o ekki á örðum leikjatölvum en frá Microsoft.


From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne