Mycobacterium tuberculosis

Mycobacterium tuberculosis
Víðsjármynd af M. tuberculosis kóloníum.
Víðsjármynd af M. tuberculosis kóloníum.
Vísindaleg flokkun
Ríki: Bacteria
Fylking: Actinobacteria
Ættbálkur: Actinomycetales
Undirættbálkur: Corynebacterineae
Ætt: Mycobacteriaceae
Ættkvísl: Mycobacterium
Tegund:
M. tuberculosis

Tvínefni
Mycobacterium tuberculosis
Zopf 1883[1]

Mycobacterium tuberculosis er nauðháð loftsækin baktería sem veldur berklum. Hún tilheyrir fylkingu geislagerla og flokkast því sem Gram-jákvæð þó hún litist reyndar illa eða ekki með hefðbundinni Gramlitun vegna vaxkenndrar slímhúðar úr mýkóliksýru sem umlykur frumurnar. Hún litast, hins vegar, vel með svokallaðri sýrufastri litun, eða Ziel-Nielsen litun, og er því gjarnan sögð sýruföst.[2]

  1. W. Zopf (1883). Die Spaltpilze. Edward Trewendt, Breslau.
  2. Ryan, K. J. og C. G. Ray (ritstjórar) (2004). Sherris Medical Microbiology (4. útg.. útgáfa). McGraw Hill. ISBN 0-8385-8529-9.

From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne