Alþjóðlega Nansenskrifstofan fyrir flóttamenn (fr. Office International Nansen pour les Réfugiés) var stofnun sem tók til starfa innan Þjóðabandalagsins árið 1930 og var nefnd eftir Fridtjof Nansen eftir dauða hans. Skrifstofan sá um alþjóðahjálp fyrir flóttamenn frá stríðshrjáðum svæðum á árunum 1930 til 1939. Skrifstofan þróaði svokallaða Nansenpassa sem heimiluðu fólki án ríkisfangs að ferðast milli landa. Stofnunin hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1938.[1][2]