Narges Safie Mohammadi | |
---|---|
نرگس صفیه محمدی | |
![]() | |
Fædd | 21. apríl 1972 |
Þjóðerni | Írönsk |
Maki | Taghi Rahmani (g. 2001) |
Börn | 2 |
Verðlaun | ![]() |
Narges Safie Mohammadi (persneska: نرگس صفیه محمدی; f. 21. apríl 1972)[1] er íranskur mannréttindasinni, vísindamaður og varaforseti Miðstöðvar verndara mannréttinda, sem er stýrt af mannréttindalögfræðingnum og Nóbelsverðlaunahafanum Shirin Ebadi.[2] Í maí árið 2016 var hún dæmd í Teheran til sextán ára fangelsis fyrir að stofna og stýra „mannréttindahreyfingu sem berst fyrir afnámi dauðarefsinga“.[3] Árið 2021, á meðan Mohammadi var enn í fangelsi, hlaut hún friðarverðlaun Nóbels fyrir „baráttu hennar gegn kúgun kvenna í Íran og fyrir mannréttindum og frelsi öllum til handa“.[4]