Niflheimur

Samkvæmt norrænum sköpunarfrásögnum var Niflheimur í upphafi lengst í norðri. Sköpunarfrásögn Snorra Eddu segir að í upphafi hafi Ginnungagap verið milli Niflheims í norðri og Múspells í suðri. Í Niflheimi var afskaplega kalt en í Múspelli var funheitt og þegar hrím Niflheims og gneistar Múspells mættust urðu til jötuninn Ýmir og kýrin Auðhumla. Úr Ými gerðu Óðinn og bræður hans Vilji og svo jörðina.

Óðinn kastaði Hel í Niflheim þegar hún fæddist og eru þar hinir níu undirheimar sem hún ræður yfir. Ein þriggja róta Asks Yggdrasils liggur í Niflheim en hana nagar ótt og títt hinn ógurlegi dreki Níðhöggur. Undir rótinni er brunnurinn Hvergelmir og renna úr honum fjölmörg fljót.


From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne