Sir Norman Angell | |
---|---|
![]() | |
Fæddur | 26. desember 1872 |
Dáinn | 7. október 1967 (94 ára) |
Þjóðerni | Breskur |
Menntun | Genfarháskóli |
Störf | Rithöfundur, blaðamaður, fyrirlesari, stjórnmálamaður |
Flokkur | Verkamannaflokkurinn |
Maki | Beatrice Cuvellier |
Verðlaun | ![]() |
Sir Ralph Norman Angell (26. desember 1872 – 7. október 1967) var enskur fyrirlesari, blaðamaður, rithöfundur og þingmaður fyrir breska Verkamannaflokkinn.[1] Angell hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1933 fyrir að semja bókina Blekkinguna miklu, þar sem hann færði rök fyrir því að stríð milli Evrópuþjóða myndi ekki færa neinn efnahagslegan ávinning.[2][3]