Olof Palme | |
---|---|
Forsætisráðherra Svíþjóðar | |
Í embætti 14. október 1969 – 8. október 1976 | |
Þjóðhöfðingi | Gústaf 6. Adólf Karl 16. Gústaf |
Forveri | Tage Erlander |
Eftirmaður | Thorbjörn Fälldin |
Í embætti 8. október 1982 – 28. febrúar 1986 | |
Þjóðhöfðingi | Karl 16. Gústaf |
Forveri | Thorbjörn Fälldin |
Eftirmaður | Ingvar Carlsson |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 30. janúar 1927 Stokkhólmi, Svíþjóð |
Látinn | 28. febrúar 1986 (59 ára) Stokkhólmi, Svíþjóð |
Þjóðerni | Sænskur |
Stjórnmálaflokkur | Jafnaðarmannaflokkurinn |
Maki | Jelena Rennerova (g. 1948; sk. 1952) Lisbeth Palme (g. 1956) |
Börn | 3 |
Háskóli | Stokkhólmsháskóli Kenyon-háskóli |
Undirskrift |
Sven Olof Joachim Palme (30. janúar 1927 – 28. febrúar 1986) var forsætisráðherra Svíþjóðar. Hann var úr röðum sósíaldemókrata.
Að kvöldi 28. febrúar 1986 voru Palme og eiginkona hans, Lisbeth Palme, á heimleið úr kvikmyndahúsi í miðborg Stokkhólms, þegar ókunnur maður laumaðist aftan að þeim og hleypti af skammbyssu á hjónin af stuttu færi. Eitt skot fór gegnum bakið á Olof Palme, og dró hann til dauða á leiðinni á spítala. Lisbeth Palme fékk skot í öxlina, en slapp með skrámur. Árásarmaðurinn komst undan og hefur ekki fundist þrátt fyrir viðamikla leit.
Árið 2020 komust sænskir saksóknarar að þeirri niðurstöðu að líklegur morðingi Palme hafi verið Stig Engström, sem hafði lengi verið bendlaður við málið og gekk undir nafninu „Skandía-maðurinn“ í blaðaumfjöllun um rannsóknina. Engström hafði fyrirfarið sér árið 2000 og því var ekki ákæra lögð fram gegn honum og rannsókninni á morðinu hætt.[1]