Orkneyinga saga (einnig kölluð Jarlasögur) er íslensk saga, sem fjallar um sögu Orkneyja (og norðurhluta Skotlands), frá því Noregskonungar lögðu eyjarnar undir sig á 9. öld, allt fram undir 1200. Sagan segir einkum sögu jarlanna (Orkneyjajarla), sem stýrðu eyjunum í umboði Noregskonungs.