Orkneyjajarlar voru upphaflega norskir jarlar sem fóru með völd í Orkneyjum, Hjaltlandi og hluta af Katanesi og Suðurlandi nyrst á Skotlandi. Jarlarnir voru löngum nokkuð sjálfstæðir, en stjórnuðu þó Orkneyjum og Hjaltlandi í umboði Noregskonungs. Sum þeirra svæða sem þeir réðu yfir á meginlandi Skotlands þágu þeir síðar í lén af Skotakonungi. Um skeið réðu jarlarnir einnig Suðureyjum.