Oxford Street

Oxford Street 2006.

Oxford Street er stór verslunargata í miðborg London. Um það bil 300 verslanir eru við götuna og hún er fjölsóttasta og þéttasta verslunargata í Evrópu.[1] Gatan fékk nafn sitt af því að hún var upprunalega hluti af veginum sem tengdi London við Oxford og hófst í Newgate í London.

Gatan er um 2,5 km að lengd og nær vestan frá Marble Arch við norðausturhorn Hyde Park, í gegnum Oxford Circus til St Giles’ Circus þar sem gatan sker Charing Cross Road og Tottenham Court Road. Framhald hennar til austurs heitir New Oxford Street að High Holborn. Margar aðrar megingötur í London skera Oxford Street, til dæmis Park Lane, Bond Street og Regent Street. Framhald Oxford Street vestan megin við Marble Arch er Bayswater Road. Svo ligggur leiðin áfram yfir Notting Hill við Holland Park Avenue og breytist í Uxbridge Road við Shepherd’s Bush-hringtorgið. Við Uxbridge tekur við þjóðvegurinn sem tengir London og Oxford.

  1. „Oxford Street gets its own dedicated local police team“. The Londoner. september 2006. Sótt 19. júní 2007.

From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne