Panama

Panama
República de Panamá
Fáni Panama Skjaldarmerki Panama
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Pro Mundi Beneficio (latína)
Heiminum til hagsbóta)
Þjóðsöngur:
Himno Istmeño
Staðsetning Panama
Höfuðborg Panamaborg
Opinbert tungumál spænska
Stjórnarfar Forsetalýðveldi

Forseti José Raúl Mulino
Varaforseti
Sjálfstæði
 • frá Spáni 28. nóvember 1821 
 • frá Kólumbíu 3. nóvember 1903 
Flatarmál
 • Samtals
 • Vatn (%)
116. sæti
75.417 km²
2,9
Mannfjöldi
 • Samtals (2022)
 • Þéttleiki byggðar
127. sæti
4.337.768
56/km²
VLF (KMJ) áætl. 2021
 • Samtals 128,5 millj. dala (80. sæti)
 • Á mann 29.608 dalir (57. sæti)
VÞL (2021) 0.805 (61. sæti)
Gjaldmiðill balbóa (PAB)
Tímabelti UTC-5
Þjóðarlén .pa
Landsnúmer +507

Panama (spænska: Panamá) er syðsta landið í Mið-Ameríku. Panama er mjótt land sem tengir saman Norður-Ameríku og Suður-Ameríku. Það á landamæri að Kosta Ríka í vestri og Kólumbíu í austri, og strönd að Karíbahafi í norðri og Kyrrahafi í suðri. Höfuðborg og stærsta borg landsins er Panamaborg þar sem um helmingur íbúa býr. Skipaskurður yfir Panamaeiðið, Panamaskurðurinn, hefur verið mikill áhrifavaldur í sögu landsins.

Landið var byggt frumbyggjum áður en Spánverjar komu þangað á 16. öld. Landið klauf sig frá spænska heimsveldinu árið 1821 og varð hluti af Stór-Kólumbíu, sem var sambandsríki Nýju-Granada, Ekvador og Venesúela. Þegar Stór-Kólumbía leystist upp árið 1831 urðu Panama og Nýja-Granada lýðveldið Kólumbía. Panama klauf sig frá Kólumbíu með stuðningi Bandaríkjanna árið 1903, sem gerði Verkfræðisveit Bandaríkjahers kleift að ljúka við Panamaskurðinn milli 1904 og 1914. Torrijos-Carter-samningarnir fólu í sér að yfirráð yfir skurðinum fluttust til Panama 31. desember 1999,[1] en landinu í kringum skurðinn var skilað árið 1979.[2]

Gjöld af skurðinum eru enn mikilvæg tekjulind og stór hluti af vergri landsframleiðslu í Panama. Verslun, fjármálaþjónusta og ferðaþjónusta fara þó vaxandi. Panama er skilgreint sem hátekjuland og 2019 var það í 57. sæti vísitölu um þróun lífsgæða. Árið 2018 var Panama talið samkeppnishæfasta land Rómönsku Ameríku af World Economic Forum.[3] Frumskógur þekur um 40% af landi Panama og geymir mikla auðlegð í formi dýra- og jurtategunda sem sum finnast hvergi annars staðar á jörðinni. Panama er stofnaðili að Sameinuðu þjóðunum og öðrum alþjóðastofnunum, eins og Samtökum Ameríkuríkja, Samtökum um samruna í Rómönsku Ameríku, G77, Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og Samtökum hlutlausra ríkja.

  1. „Panama“. CIA – The World Factbook. Sótt 23. desember 2010.
  2. Department of State, United States of America (1987) [Undirritað í Washington 7. september, 1977. Tók gildi 1. október, 1979.]. „Panama Canal Treaty“. United States Treaties and Other International Agreements. 33. bindi. United States Department of State. bls. 55. 33 UST 39; TIAS 10030. „Upon entry into force of this Treaty, the United States Government agencies known as the Panama Canal Company and the Canal Zone Government shall cease to operate within the territory of the Republic of Panama that formerly constituted the Canal Zone.“
  3. „Competitiveness Rankings“. The Global Competitiveness Report 2018 (bandarísk enska). Sótt 18. mars, 2019.[óvirkur tengill]

From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne