Sir James Paul McCartney (fæddur 18. júní 1942) er enskur söngvari, tónlistarmaður og lagahöfundur. Hann var einn af meðlimum Bítlanna. Eftir Bítlana hóf hann sólóferil undir eigin nafni og með hljómsveitinni Wings. Hann er í Heimsmetabók Guinness fyrir að vera sá tónlistarmaður og lagahöfundur sem mestum árangri hefur náð í tónlistarsögunni, með 60 gulldiska og 100 milljónir seldra platna.
↑„Paul Ramon“. The Paul McCartney Project. Sótt 15 nóvember 2020.