Peterborough

Dómkirkjan í Peterborough

Peterborough (borið fram [/ˈpiːtɚbərə/] eða [/ˈpiːtɚbʌroʊ/]) er borg og þéttbýli í Austur-Englandi. Árið 2017 voru íbúar um það bil 199.000 manns. Borgin er í sögulegu sýslunni Cambridgeshire. Miðpunktur borgarinnar, ráðhúsið, liggur 121 km fyrir norðan Charing Cross í London. Áin Nene rennur gegnum borgina og þaðan til sjávar í Norðursjóinn um 48 km til norðausturs. Járnbraut tengir Peterborough öðrum stöðum í Austur-Englandi.


From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne